FH í annað sætið eftir þriðja sigurinn í röð

Ragnar Jóhannsson úr FH í dauðafæri í leiknum við Stjörnuna …
Ragnar Jóhannsson úr FH í dauðafæri í leiknum við Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Golli

FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu granna sína í Stjörnunn, 31:27, á heimavelli sínum í Kaplakrika.

Munurinn í hálfleik var aðeins eitt mark, 14:13, en þegar líða tók á seinni hálfleikinn sigu FH-ingar frammúr og lönduðu öruggum sigri gegn nýliðunum sem hafa aðeins unnið einn af átta leikjum sínum í deildinni.

FH-ingar eru þar með komnir upp í annað sætið en þeir komust uppfyrir ÍR-inga sem eiga leik á laugardaginn gegn Akureyringum.

Mörk FH: Magnús Óli Magnússon 6/1, Benedikt Reynir Kristinsson 6, Ísak Rafnsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5/2, Ragnar Jóhannsson 4, Henrik Bjarnason 2, Andri Hrafn Hallsson 2, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 9, Brynjar Darri Baldursson 5.
Utan vallar: 8 mínútur

Mörk Stjarnan: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Starri Friðriksson 6/4, Þórir Ólafsson 4, Ari Pétursson 3, Andri Hjartar Grétarsson 2, Hilmar Pálsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Víglundur Jarl Þórsson 1, Eyþór Magnússon 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7/1, Sigurður I. Ólafsson 6/1.
Utan vallar: 8 mínútur.

Einnig má fylgjast með öllu sem gerist í öllum leikjum kvöldsins í beinu lýsingunni HANDBOLTINN Í BEINNI

FH 31:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Hjálmtýr Alfreðsson (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert