Handboltinn í beinni

Örn Ingi Bjarkason og félagar í Aftureldingu eru efstir í …
Örn Ingi Bjarkason og félagar í Aftureldingu eru efstir í deildinni. mbl.is/Eva Björk

Þrír af  fimm leikjum áttundu umferðar Olís-deildar karla í handknattleik fara fram í kvöld og er flautað til þeirra allra klukkan 19.30. Hér á mbl.is verður fylgst með gangi mála í þeim öllum, tveir verða í beinum textalýsingum og í beinu lýsingunni HANDBOLTINN Í BEINNI verður fylgst með þeim þriðja ásamt öðru sem gerist í kringum leikina.

Leikirnir eru eftirtaldir:

19.30 Fram - Valur
19.30 FH - Stjarnan
19.30 Afturelding - HK

Staðan eftir sjö umferðir: Afturelding 13 stig, ÍR 10, FH 9, Valur 9, ÍBV 7, Haukar 7, Akureyri 6, Fram 4, Stjarnan 3, HK 2.

Til að fylgjast með öllu sem gerist, smellið á HANDBOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert