Örn: Ekki sú frammistaða sem við eigum að sýna

Örn Ingi Bjarkason
Örn Ingi Bjarkason mbl.is/Árni Sæberg

„Það vantaði svo ógeðslega margt í okkar leik í kvöld eins og til dæmis hugarfar og klókindi. Þeir sem mættu á leikinn sáu ekki þá frammistöðu sem við eigum að sýna“ sagði Örn Ingi Bjarkason, fyrirliði Aftureldingar, við mbl.is í kvöld. Topplið Aftureldingar tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í kvöld fyrir HK á heimavelli, 22:25. 

„Við erum stemningslið en við misstum dampinn og klikkuðum á þessu. Stemningin var ágæt til að byrja með en þessi leikur var svolítið stöngin út eins og sagt er. Það hafði áhrif á menn og við fórum að taka það inn á okkur. Það varð okkur að falli. Við vissum út í hvað við vorum að fara og HK kom okkur ekki á óvart. Við gleymdum hins vegar öllu því sem við áttum að fara eftir í leiknum,“ sagði Örn Ingi ennfremur við mbl.is í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert