5 mörk Alexanders dugðu ekki gegn Kiel

Alexander Petersson ásamt Dananum Mads Mensah Larsen.
Alexander Petersson ásamt Dananum Mads Mensah Larsen. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löven og Kiel mættust í toppslag á heimavelli Löven í þýska handboltanum í dag. Kiel hafði betur 29:28 eftir mikla spennu. 

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel gat ekki teflt fram Aroni Pálmarssyni sem meiddist á dögunum. 

Var þetta aðeins annað tap Löven í deildinni. Alexander var áberandi á lokakafla leiksins. Hann skraði 27 mark Löven og gaf stoðsendinguna í 28. markinu. Króatinn Dominic Duvnjak skoraði í framhaldinu sigurmark Keil. Löven fékk boltann þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir en leikmenn liðsins létu brjóta á sér og tækifærið rann út í sandinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert