Allir andstæðingar eru hættulegir

Íslenska landsliðiði vonsvikið eftir að Bosníumenn slógu Ísland úr keppni …
Íslenska landsliðiði vonsvikið eftir að Bosníumenn slógu Ísland úr keppni í umspilinu. mbl.is/Eva Björk

Evrópumeistaramótið í handknattleik karla fer fram í Póllandi í janúar 2016. Undankeppni hefst í næstu viku með keppni í sjö undanriðlum og henni lýkur í júní á næsta ári. Tvö efstu lið í hverjum riðli tryggja sér keppnisrétt á EM í Póllandi. Íslenska landsliðið er í riðli með Ísraelsmönnum, Serbum og Svartfellingum.

Íslenska landsliðið ríður á vaðið með leik við Ísraelsmenn á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Fjórum dögum síðar sækir landsliðið það svartfellska heim.

Eftir áfallið sem íslenska landsliðið varð fyrir í vor þegar það tapaði fyrir Bosníu í undankeppni HM er ljóst að ekki má taka leikina í undankeppni EM neinum vettlingatökum. Vanmat kemur ekki til greina og fara verður í alla leiki af fullum krafti. Ekki er hægt að bóka sigur gegn einum né neinum, jafnvel þótt leikið sé á heimavelli.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert