Björgvin sá um Akureyringa

Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson eru í aðalhlutverkum hjá …
Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson eru í aðalhlutverkum hjá ÍR. mbl.is/Kristinn

ÍR og Akureyri mættust í Austurbergi í Breiðholti í 8. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í spennandi leik þar sem ÍR-ingar hrósuðu sigri 32:28 en stórskytta þeirra Björgvin Hólmgeirsson átti enn einn stórleikinn og skoraði 14 mörk fyrir Breiðhyltinga. Með sigrinum skellti ÍR sér í 2. sæti deildarinar, stigi á eftir Aftureldingu sem hefur 13 stig.

ÍR-ingar voru langtum betra liðið í fyrri hálfleik og höfð tögl og haldir á leiknum. Þeir komust yfir 1:0 og horfðu á Akureyringa í baksýnisspeglinum eftir það. Akureyringar reyndu að taka stórskyttu ÍR-inga, Björgvin Hólmgeirsson úr umferð en höfðu ekki erindi sem erfiði líkt og fjöldi marka hans gefur til kynna.

Þá um leið losnaði einnig fyrir aðra sterka sóknarmenn ÍR-inga eins og Sturla Ásgeirsson og Davíð Georgsson. Mest fór forysta ÍR-inga í fyrri hálfleik í sjö mörk í stöðunni 13:6 og 17:10 en Akureyringar náðu að laga stöðuna í 18:12 fyrir leikhlé.

Norðanmenn hófu leik með aukamann í sókninni. Þeir hfðu tvo línumenn og Ingimund Ingimundarson þar að auki í skyttustöðunni bæði vinstra og hægra megin en þar spilaði hann lungann af fyrri hálfleiknum. Þeir hættu tilraunum sínum og sneru í hefðbundna 5:1 sókn með Þránd Gíslason á línunni. Varnarleikur Akureyringa sem átti að vera þeirra styrkleikamerki var engan veginn nógu sterkur enda fengu þeir á sig 18 mörk í fyrri hálfleik.

Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega en urðu fyrir áfalli á 33. mínútu þegar þeirra besti leikmaður í leiknum, Kristján Jóhannsson sem skoraði sex mörk í fyrri hálfleik fékk að líta rauða spjaldið.

Leiknum virtist vera að ljúka með þægilegum sigri ÍR-inga í stöðunni 23:16 en norðanmenn neituðu hins vegar að gefast upp. Heimir Árnason þjálfari þeirra leikhlé og við tók góður leikkafli breytti stöðunni í 25:23 og mikil spenna allt í einu komin í leikinn. Forskot ÍR-inga var hins vegar of stórt og þeir voru sterkari á lokamínútunum. Lauk leiknum með fjögurra marka sigri Breiðhyltinga, 32:28.

Eftir tapið sitja Akureyringar áfram í 7. sæti deildarinnar með sex stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

ÍR 32:28 Akureyri opna loka
60. mín. Arnór Freyr Stefánsson (ÍR) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert