Meistararnir frá Eyjum minntu á sig

Guðni Ingvarsson úr ÍBV brýst í gegnum vörn Hauka þar …
Guðni Ingvarsson úr ÍBV brýst í gegnum vörn Hauka þar sem Jón Þorbjörn Jóhannsson reynir að stöðva hann. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar ÍBV minntu á sig í Olísdeild karla í handknattleik á laugardaginn. Eyjamenn rifjuðu upp góðar minningar frá því í vor á Ásvöllum í Hafnarfirði og unnu Hauka 26:23 eftir kaflaskiptan leik sem varð spennandi á lokakaflanum.

ÍBV er í 5. sæti deildarinnar og hefur nú níu stig en liðin voru með jafnmörg stig fyrir leikinn. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar og því ekki langt frá efstu liðunum.

Ýmislegt í leiknum á laugardaginn bendir til þess að meistararnir geti orðið sterkir þegar líður á veturinn. Liðið sýndi virkilega góðan varnarleik á fyrsta korteri leiksins þar sem Eyjamenn héldu aftur af Árna Steini Steinþórssyni og Janusi Daða Smárasyni. Einar Sverrisson og Andri Heimir Friðriksson voru auk þess góðir í sókninni. Þeir skutu vel á markið og virkuðu afslappaðir í öllum sínum aðgerðum, sem kom sér vel þegar leikurinn var jafn og spennandi á lokamínútunum.

Sjá umfjöllun um leiki helgarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert