Atli orðaður við Akureyri

Svo kann að fara að Atli Hilmarsson stýri Akureyrarliðinnu á …
Svo kann að fara að Atli Hilmarsson stýri Akureyrarliðinnu á nýjan leik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svo kann að fara að Atli Hilmarsson fari út í þjálfun á nýjan leik og taki við karlaliði Akureyrar handboltafélags í Olís-deild karla. Heimir Örn Árnason, annar þjálfari Akureyrarliðsins, mun vera að íhuga það alvarlega að taka fram skóna á nýjan leik og hætta þá þjálfun liðsins um leið.

Forráðamenn Akureyrar handboltafélags hafa horft í kringum sig eftir manni í brúnna í stað Heimis Arnar og hefur m.a. verið rætt við Atla eftir því fram kemur á sport.is í dag. 

Atli stýrði Akureyarliðinu um nokkurra ára skeið með góðum árangri. M.a. lék varð Akureyrarliðið deildarmeistari vorið 2011 undir hans stjórn og tapaði í framhaldinu fyrir FH í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Einnig komst Akureyrarliðið í úrslit bikarkeppninnar undir stjórn Atla. Hann þekkir því vel til í handboltanum nyrðra en auk þess að þjálfara Akureyrarliðið þá stýrði Atli KA um margra ára skeið með góðum árangri.

Akureyri er í sjöunda sæti með sex stig eftir átta leiki í Olís-deildinni. Auk Heimis Arnar er Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrarliðsins.  Sverre leikur jafnframt með liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert