Björgvin: Verðum að læra af reynslunni

„Við erum búnir að þurrka af okkur sárindin og tilbúnir að takast á við nýtt verkefni,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, um leikinn sem framundan er við landslið Ísraels í undankeppni EM í handknattleik í Laugardalshöllinni annað kvöld. 

„Við verðum að læra af reynslunni og láta þetta ekki koma fyrir aftur,“ segir Björgvin Páll um tapið fyrir Bosníu í vor, umspilsleikjum og sæti á HM. „Ég vænti þess að við tökum vonbrigðin með okkur á vissan hátt inn í leikinn við Ísrael hér heima og ytra á móti Svartfellingum. Ég reikna með að menn nýti sér vonbrigðin á jákvæðan hátt,“ segir Björgvin Páll. 

„Við þurfum að læra af þessu, ekki að læra að tapa, heldur draga lærdóm af því sem miður fór í vor. 

Nú hefst nýtt verkefni, undankeppni EM. Besta leiðin til þess að ýta vonbrigðunum frá okkur er að sýna allar okkar bestu hliðar í leiknum við Ísrael í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik.

Nánar er rætt við Björgvin Pál á meðfylgjandi myndskeiði. 

Leikur Íslendinga og Ísraelsmanna hefst í Laugardalshöllinni annað kvöld kl. 19.30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert