Danir högnuðust vel á EM

Leikmenn danska landsliðsins fagna sigri á EM
Leikmenn danska landsliðsins fagna sigri á EM AFP

Danska handknattleikssambandið fékk drjúgan skilding í kassann þegar úrslitakeppni Evrópumótsins fór í Danmörku í janúar á þessu ári.

Danska handknattleiksambandið greindi frá því í dag að hagnaður af keppnishaldinu hafi numið 17,7 milljónum danskra króna en sú upphæð jafngildir um 367 milljónum íslenskra króna.

Frakkar hömpuðu Evrópumeistaratitlinum þeir höfðu betur gegn Dönum í úrslitaleik, 41;32, en úrslitaleikurinn var spilaður í Herning að viðstöddum 14 þúsund áhorfendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert