Erum alls ekki búnir að vera

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. mbl.is/Golli

„Þetta verða erfiðir leikir, það er alveg ljóst,“ sagði Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, um komandi landsleikina tvo, við Ísrael hér heima annað kvöld og gegn Svartfellingum ytra um helgina.

Leikurinn við Ísrael í Laugardalshöllinni annað kvöld markar upphaf undankeppni EM 2016. „Maður er aðeins ryðgaður og búinn að gleyma nokkrum kerfum en þau rifjast fljótt upp,“ sagði Alexander glaður í bragði en almennt var létt yfir landsliðsmönnunum á æfingunni í gærkvöldi og ljóst að þeir eru staðráðnir í að bæta upp annað kvöld í Laugardalshöll, eins og hægt er, fyrir vonbrigðin í vor þegar íslenska landsliðið féll úr undankeppni HM.

„Við verðum að sýna íslensku þjóðinni að við erum ekki búnir að vera sem lið þótt margir séu farnir að eldast. Mér sýnist við vera í góðum málum, allir leikmenn í góðu leikformi og staðráðnir í að gefa sig alla í þessa tvo leiki og sýna hversu góðir við erum í raun og veru,“ sagði Alexander ákveðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert