Fimm marka tap í Finnlandi

Björgvin Páll Gústavsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn …
Björgvin Páll Gústavsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn ísraelska landsliðinu á fjölnum Laugardalshallar í kvöld.

Ísraelska landsliðið, sem mætir íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld kl. 19.30 í undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik karla, kom hingað til lands frá Finnlandi þar sem það lék við landslið heimamanna á sunnudaginn. Finnar unnu leikinn, 32:27, en þeir eru einnig að búa sig undir undankeppni EM.

Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Ísraels, gat ekki stillt upp sínu sterkasta liði gegn Finnum í eina alvöruvináttuleiknum sem hann fékk fyrir Íslandsferðina. Bræðurnir Chen og Gil Pomeranz tóku ekki þátt í leikjunum þar sem þeir voru að leika með Grosswallstadt í þýsku 2. deildinni á sunnudag. Þeir eru taldir sterkustu menn liðsins, ekki síst Chen sem hefur leikið árum saman í Þýskalandi. Chen er rétthent skytta hægra megin en getur einnig leikið í stöðu leikstjórnanda. Gil er hornamaður en ekki eins reyndur í alþjóðlegum handknattleik og eldri bróðirinn, sem stendur á þrítugu.

Svo er að skilja á Djukic landsliðsþjálfara, þegar viðtal við hann af heimasíðu ísraelska handknattleikssambandsins er skoðað, að hann sé ekkert ýkja bjartsýnn á leikina við Íslendinga og Serba á heimavelli á sunnudagskvöldið. Ísraelska liðið sé ungt og í uppbyggingu.

Að Pomeranz-bræðrunum undanskildum leika aðrir leikmenn ísraelska landsliðsins með félagsliðum í heimalandinu.

Djukic þjálfari, sem er Serbi, tók starfinu haustið 2012 eftir að hafa stýrt breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London þá um sumarið og m.a. tapað fyrir Íslendingum, 41:24.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert