Friðrik sjötti Íslendingurinn hjá Kristiansund

Friðrik Svavarsson er farinn frá Akureyri.
Friðrik Svavarsson er farinn frá Akureyri. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Línumaðurinn Friðrik Svavarsson er farinn frá Akureyri til Íslendingaliðsins Kristiansund sem leikur í norsku 1. deildinni í handknattleik.

Jónatan Magnússon, fyrrverandi leikmaður Akureyrar og KA, er þjálfari Kristiansund en hann kom til félagsins árið 2010 sem leikmaður. Á meðal lærisveina hans eru FH-ingarnir Halldór Guðjónsson og Sigurgeir Árni Ægisson, Fannar Helgi Rúnarsson úr Aftureldingu og Guðmundur S. Guðmundsson úr Stjörnunni.

Friðrik lék fyrsta leik sinn nú um helgina og gekk vasklega fram í vörn Kristiansund gegn St. Hallvard. Of vasklega að mati dómara, en hann fékk rautt spjald snemma í leiknum. Kristiansund tapaði með sautján marka mun, 34:17, og hefur tapað öllum sex leikjum sínum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert