Stefán: Allir voru á fullri ferð

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. Ómar Óskarsson

Stefán Rafn Sigurmannsson  kom inn á í vinstra hornið þegar fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var hvíldur og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum á síðustu tuttugu mínútum leiksins gegn Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. Ísland sigraði 36:19 og byrjaði nýja undankeppni fyrir EM 2016 með stórsigri. 

„ Við vorum svolítið tregir í gang og því tók það okkur fyrri hálfleikinn að slíta þá frá okkur. En fyrir mína parta var þetta eins og við mátti búast. Þetta var barátta framan af en þegar við náðum góðu forskoti þá gáfust þeir upp. Í kjölfarið gátum við keyrt á þá með hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Allir sem komu inn á voru á fullri ferð og það var jákvætt að geta rúllað á öllum mannskapnum. Það er gaman fyrir alla að fá að spila landsleik og þá sérstaklega í Höllinni fyrir framan Íslendinga,“ sagði Stefán við mbl.is í Laugardalshöll í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert