Atli Hilmars þjálfar Akureyri

Atli Hilmarsson snýr aftur sem þjálfari Akureyrar.
Atli Hilmarsson snýr aftur sem þjálfari Akureyrar. mbl.is/Ómar

Atli Hilmarsson mun taka við sem þjálfari Akureyrar Handboltafélags af Heimi Erni Árnasyni og stýra liðinu út keppnistímabilið. Heimir mun í stað þess að þjálfa liðið leika með því út tímabilið.

Hannes Karlsson, formaður stjórnar Akureyrar Handboltafélags, staðfesti það við mbl.is að sennilega yrði endanlega gengið frá ráðningu Atla í dag. Landsliðsmaðurinn Sverre Jakobsson, sem verið hefur spilandi aðstoðarþjálfari Heimis, verður áfram í því hlutverki hjá Atla.

Atli stýrði Ak­ur­ey­rarliðinu um nokk­urra ára skeið með góðum ár­angri. Meðal annars varð Ak­ur­eyr­i deild­ar­meist­ari vorið 2011 und­ir hans stjórn og tapaði í fram­hald­inu fyr­ir FH í úr­slita­ein­vígi um Íslands­meist­ara­titil­inn. Einnig komst Ak­ur­eyr­arliðið í úr­slit bik­ar­keppn­inn­ar und­ir stjórn Atla. Hann þekk­ir því vel til í hand­bolt­an­um nyrðra en auk þess að þjálf­ara Ak­ur­eyr­i þá stýrði Atli KA um margra ára skeið með góðum ár­angri.

Akureyri hefur unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni og er í 7. sæti af 10 liðum með 6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert