„Miklu meiri neisti“

Ásgeir Örn Hallgrímsson í dauðafæri.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í dauðafæri. mbl.is/afp

Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn til móts við íslenska landsliðið á nýjan leik og verður með því í Bar í Svartfjallalandi á morgun þegar Íslendingar mæta Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins.

Ásgeir Örn var ekki með liðinu í leiknum á móti Ísrael á miðvikudagskvöldið en hann fékk frí frá þeim leik þar sem hann og eiginkona hans, Hanna Borg Jónsdóttir, eignuðust dreng í síðustu viku sem hefur verið nefndur Dagur. Þetta var annað barn þeirra hjóna.

Ásgeir, sem leikur með Nimes í Frakklandi, er svo sannarlega góð viðbót í landsliðið enda öflugur liðsmaður í sókn jafnt sem vörn, segir í samtalsgrein í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert