Við munum ná þeim

Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék með Stjörnunni á nýjan leik á …
Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék með Stjörnunni á nýjan leik á laugardaginn eftir langa fjarveru vegna meðsla í öxl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjarnan og ÍBV lentu í miklum hremmingum í sínum leikjum í 7. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik um helgina en lönduðu bæði eins marks sigri og héldu sér áfram í toppbaráttunni við Fram og Gróttu sem unnu sína leiki af öryggi. Stjarnan sótti Hauka heim og vann 21:20.

„Við lentum í miklum erfiðleikum sóknarlega. Við gerðum eina 13 „tæknifeila“ í fyrri hálfleik einum en héldum varnarleiknum ágætlega, líkt og þær. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn allan tímann en við náðum að klára þetta í lokin. Þetta var nokkuð öruggt síðustu 2-3 mínúturnar þó að á endanum hafi munað einu marki,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested sem skoraði þrjú marka Stjörnunnar í leiknum. Hún segir Haukaliðið sterkt og eiga heima ofar í deildinni en Haukar hafa tapað 4 af 7 leikjum til þessa.

„Þær eru með rosalega flott lið en kannski ekki spilað eins vel og maður reiknaði með. Við vissum alveg að þetta yrði hörkuleikur, en við hefðum viljað spila betri sóknarleik,“ sagði Sólveig Lára.

Hanna G. Stefánsdóttir lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og um það munar svo sannarlega fyrir Stjörnukonur. Þá segir Sólveig Lára að Helena Rut Örvarsdóttir sé öll að koma til eftir bakmeiðsli.

„Það er í fyrsta skipti núna sem hægt er að velja hóp í stað þess að smala bara saman 14 mönnum. Það er þá smásamkeppni í liðinu,“ sagði Sólveig Lára.

Fjallað er nánar um 7. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert