Taka Bahrain og Sameinuðu arabísku furstadæmin sætin á HM?

Landsliðs Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Landsliðs Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ljósmynd/IHF

Úr handboltaheiminum berast þær nú fréttir í dag að svo getur farið að Bahrain og Sameinuðu arabísku furstadæmin verði með í úrslitakeppni HM í handknattleik í Katar í janúar.

Báðar þjóðir drógu þátttöku sína til baka á HM fyrr í þessum mánuði vegna póli­tískra deilna við ná­granna sína í Kat­ar. Sendiherrar beggja ríkja höfðu yfirgefið Katar en þeir hafa nú snúið til baka að því er fram kemur á vefnum handball-planet.com og nú er því velt upp hvort handknattleikssambönd þjóðanna muni endurskoða afstöðu sína gagnvart heimsmeistaramótinu.

Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins kemur saman til fundar á föstudaginn og eftir þann fund ætti að liggja fyrir einhver niðurstaða hvaða þjóðir muni taka þátt í heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert