Þjálfarinn greip í andstæðinginn (myndskeið)

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Gunnar Pettersen þjálfari norska kvennaliðsins Vipers á yfir höfði sér refsingu fyrir að grípa í leikmann andstæðinganna í viðureign liðanna í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina.

Petterson, sem á árum áður þjálfaði karlalandslið Norðmanna, greip í handlegginn á Anne Kjersti þegar hún geystist framhjá varamannabekknum undir lok leiksins. Þjálfarinn baðst afsökunar eftir leikinn en málið er komið á borð aganefndar norska handknattleikssambandsins og gæti Pettersen fengið leikbann fyrir athæfið.

Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir leikur undir stjórn Gunnars Pettersen hjá Vipers.

Sjá atvikið HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert