Bikarmeistararnir mæta varaliði sínu

Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar. mbl.is/Eva Björk

Að minnsta kosti tveir úrvalsdeildarslagir verða í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik sem fram fara 1. desember. Bikarmeistarar Hauka leika við varalið félagsins.

Einum leik er ólokið í 32-liða úrslitum en Grótta og ÍR mætast á mánudagskvöld. Sigurliðið úr þeim leik mætir Íslandsmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum. Þar gæti því þriðji úrvalsdeildarslagurinn orðið en hinir tveir eru leikir Fram og FH, og HK og Stjörnunnar.

16-liða úrslitin:

Akureyri - Fjölnir
Afturelding - Víkingur
ÍBV 1 - Grótta eða ÍR
Þróttur R. - ÍBV 2
HK - Stjarnan
KR - Valur
Haukar 2 - Haukar 1
Fram - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert