Mikið skorað á Hlíðarenda

Geir Guðmundsson
Geir Guðmundsson mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn lögðu HK á Hlíðarenda í miklum markaleik í Olísdeild karla í handknattleik í dag, lokatölur urðu 37:25 eftir að Valur hafði verið 18:11 yfir í leikhléi.

Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og staðan um hann miðjan 10:9, en Valsmenn náðu síðan undirtökunum og sigur þeirra aldrei í hættu.

Markahæstur hjá Val var Geir Guðmundsson sem gerði 9 mörk, Atli Már Báruson var með 8, Finnur Ingi Stefánsson 5, Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson 4 hvor, Elvar Friðriksson 3 og þeir Daníel Þór Ingason, Ómar Ingi Magnússon, Alexander Örn Júlíusson og Kári Kristján Kristjánsson eitt hver.

Hjá HK var Þorgrímur Smári Ólafsson markahæstur með 6 mörk, Leó Snær Pétursson gerði 5, Tryggvi Þór Tryggvason og Andri Þór Helgason 3 mörk hvor, Garðar Svansson, Valdimar Sigurðsson og Þorkell Magnússon 2 hver og þeir Aron Gauti Óskarsson og Guðni Már Kristinsson eitt mark hvor.

Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Afturelding en HK er í níunda sæti með 4 stig eins og Fram sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert