Kiel vann PSG

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason AFP

Þýskalandsmeistarar Kiel í handknattleik lögðu franska liðið PSG 33:29 í toppleik A-riðils Meistaradeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, gat ekki teflt fram Aroni Pálmarssyni þar sem hann er meiddur, en það kom ekki að sök í gærkvöldi. Kiel er í efsta sæti riðilsins með 10 stig og PSG þar á eftir með átta.

Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa. Franska liðið var 14:15 yfir í leikhléi en Kiel var betri aðilinn eftir hlé þar sem vörnin small saman og hraðaupphlaupin komu í kjölfarið.

Joan Canellas gerði 9 mörk fyrir Kiel og Marko Vujin 8 en hjá PSG var Mikkel Hansen með 8 mörk og þeir Igor Vori, Xavier Barachet og Daniel Narcisse með fjögur mörk hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert