Hann verður Framari

Sigurbjörg Jóhannsdóttir reynir skot að marki Fylkis.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir reynir skot að marki Fylkis. mbl.is/Golli

Framarar verða á toppi Olísdeildar kvenna í handknattleik fram yfir áramótin því nú er komið hlé á deildarkeppninni hjá þeim vegna landsliðsverkefna. Fram lagði Fylki ótrúlega auðveldlega, 29:20, í gær og er þar með í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Gróttu.

Sigur Fram var auðveldur og staðan í hálfleik 18:9 fyrir Fram sem lék mjög vel, vörnin var sterk og Nadia Bordon stóð sig vel í markinu að baki henni. Vegna þessa fékk Fram mikið af hraðaupphlaupum og því var munurinn svona mikill í hálfleik.

Seinni hálfleikur var jafnari enda endaði hann 11:11. „Þetta var auðveldara en ég bjóst við en samt sem áður þurftum við virkilega að hafa fyrir þessu og við gerðum það frá fyrstu mínútu og það skilaði sér í svona öruggum sigri þó svo hann hafi alls ekki verið auðveldur. Ég hef séð þær leika betur, en við komum mjög ákveðnar til leiks og þurftum virkilega að hafa fyrir sigrinum. Hann var alls ekki eins auðveldur og hann sýndist,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram eftir leikinn.

Nánar er rætt við Sigurbjörgu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert