Tíu mörk frá Bjarka dugðu ekki til

Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk.
Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk. mbl.is/Ómar

Bjarki Már Elísson skoraði rúmlega þriðjung marka Eisenach, alls 10 mörk, en það dugði ekki til þegar liðið mætti Coburg á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik um helgina því Coburg vann 36:29. Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur. Eisenach er í 9. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 14 leiki, 10 stigum frá næsta sæti sem dugar til að komast í 1. deild.

Í 1. deildinni vann Gummersbach, lið Gunnars Steins Jónssonar, sætan sigur á Lemgo, 29:28, eftir að hafa skoraði fimm síðustu mörk leiksins. Gunnar Steinn minnkaði muninn í 28:27 með sínu eina marki í leiknum. Gummersbach er í 8. sæti.

Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson fögnuðu einnig naumum sigri með Bergischer gegn N-Lübbecke, 28:27. Arnór skoraði tvö mörk í leiknum. Bergischer er nú í 10. sæti deildarinnar.

Lærisveinar Geirs Sveinssonar nýttu sér það að toppliðin spiluðu í Evrópukeppni um helgina og söxuðu á forskot þeirra með öruggum sigri á Friesenheim, 36:28. Magdeburg er í 5. sæti með 17 stig á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Geirs. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert