Framkonur fara til Serbíu

Hekla Rún Ámundadóttir og samherjar í Fram mæta serbneskum andstæðingum.
Hekla Rún Ámundadóttir og samherjar í Fram mæta serbneskum andstæðingum. mbl.is/Golli

Kvennalið Fram í handknattleik mætir Naisa Nis frá Serbíu í 16-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu en dregið var  til þeirra rétt í þessu.

Samkvæmt drættinum á fyrri leikurinn að fara fram í Serbíu en félögin eiga væntanlega eftir að ræða sín á milli um möguleikana á því að báðir leikirnir verði í öðruhvoru landinu.

Naisa Nis fór létt í gegnum 32ja liða úrsltin og vann þar báða leiki sína gegn Thames frá Englandi með nákvæmlega sömu markatölu, 37:20, en þeir fóru báðir fram í serbnesku borginni Nis.

Fram fór álíka auðveldlega í gegnum sitt verkefni og vann GAS Megas frá Grikklandi tvisvar í Safamýrinni, 43:16 og 36:16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert