Níu marka íslenskur sigur í Chieti

Karen Knútsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu léku afar vel …
Karen Knútsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu léku afar vel gegn Ítölum ytra í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fór  afar vel af stað í forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Íslenska liðið vann það ítalska með níu marka mun, 26:17, í fyrri viðureigninni í Chieti á Ítalíu eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Liðin mætast á nýjan leik í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16. 

Íslenska landsliðið var mikið betra í leiknum frá upphafi til enda. Það náði strax yfirhöndinni, 5:3, og 8:4, og lét forskot sitt aldrei af hendi. Eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik þá bætti íslenska landsliðið í þegar á leið síðari hálfleik. 

Eftir því sem næst verður komist var varnarleikur íslenska landsliðsins framúrskarandi og þá mun Florentina Stanciu markvörður hafa farið á kostum og varið 28 skot.

Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 9, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ramune Pekarskyte 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. 

Þar með er íslenska liðið komið með tvö stig í riðlinum eftir einn leik. Ítalía er efst með fjögur stig eftir þrjá leiki. Makedónía rekur lestina án stiga eftir tvær viðureignir. 

Fylgst var með leiknum eftir bestu getu í beinni textalýsingu en upplýsingar voru af skornum skammti. 

Ítalía 17:26 Ísland opna loka
60. mín. Leik lokið - frábær níu marka sigur í höfn hjá íslenska landsliðinu. Síðari leikur liðanna verður í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 16.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert