Björgvin slökkti í skapbráðum FH-ingum

Björgvin Þór Hólmgeirsson sækir að marki FH í leiknum í …
Björgvin Þór Hólmgeirsson sækir að marki FH í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það voru litlir kærleikar með liðunum sem öttu kappi í Austurbergi í gær þar sem FH-ingar komu í heimsókn til ÍR. Um toppbaráttuslag var að ræða í Olís-deild karla í handknattleik þar sem harkan var aldrei langt undan en þegar upp var staðið höfðu ÍR-ingar betur, 29:27, og jöfnuðu um leið toppliðin tvö að stigum.

Það skipti ekki máli hvert var litið, en frá fyrstu mínútu virtust FH-ingar einfaldlega hafa allt á hornum sér, hvort sem var inni á vellinum eða á bekknum. Eftir góða byrjun virtist einungis tímaspursmál hvenær sá pirringur kæmi niður á leik þeirra og það stóð fljótt heima. Varnarleikur FH-inga fór í vaskinn þegar leið á fyrri hálfleikinn þar sem menn sýndu oft af sér fáránlega tilburði og hugurinn var engan veginn við efnið.

ÍR-ingar nýttu sér það, byggðu sinn leik upp af þolinmæði og uppskáru eftir því. Arnór Freyr Stefánsson kom af krafti inn í markið og enn á ný var Björgvin Hólmgeirsson fremstur meðal jafningja í sókninni. Hann var auk þess duglegur að láta andstæðinginn vita af sér og uppskar meðal annars brottvísun fyrir, þá einu í liði Breiðhyltinga. 

Fjallað er um leiki gærkvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert