Ekkert er sjálfgefið

Íslenska landsliðið ætlar sér sigur á Ítölum í Laugardalshöllinni á …
Íslenska landsliðið ætlar sér sigur á Ítölum í Laugardalshöllinni á morgun. Ljósmynd/Seba Tataru

„Liðið kemur af fullum krafti í leikinn enda vill það fylgja eftir góðum sigri á útivelli,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, í gær.

Hann var þá nýkominn til landsins frá Ítalíu ásamt landsliðskonum þar sem íslenska landsliðið vann það ítalska, 26:17, í fyrrakvöld í forkeppni heimsmeistaramótsins. Á morgun leiða þjóðirnar saman hesta sína á nýjan leik í Laugardalshöllinni.

Flautað verður til leiks klukkan 16. Íslenska landsliðið stefnir á að endurtaka leikinn og vinna það ítalska á nýjan leik og tryggja sér góða stöðu í riðlinum fyrir viðureignirnar við Makedóníu í sömu keppni á miðvikudag og á laugardag.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert