Þrjár breytingar fyrir Makedóníuferð

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, í uppstökki. Hún er ein þriggja nýrra …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, í uppstökki. Hún er ein þriggja nýrra leikmanna, sem komu inn í landsliðshópinn fyrir ferðina til Makedóníu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hélt áleiðis til Skopje í Makedóníu í morgunsárið þar sem það leikur við landslið Makedóníu í seinni leik þjóðanna í forkeppni heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari gerði þrjár breytingar á landsliðshópnum fyrir ferðina frá leiknum í gærkvöldi í Laugardalshöll áður en haldið var að landi brott.

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, markvörður úr Fylki, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikstjórnandi frá Selfossi, og Bryndís Elín Halldórsdóttir, úr Val, voru kallaðar inn í hópinn í stað Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, FH, Hildar Þorgeirsdóttur, Koblenz, og Steinunnar Björnsdóttur úr Fram.

Síðari leikurinn verður í Skopje á laugardaginn. Íslenska landsliðið hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og sæti í forkeppni HM sem fram fer í júní. Takist íslenska liðinu að vinna leikinn á laugardag vinnur það riðilinn með fullu húsi stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert