Akureyri stöðvaði sigurgöngu Fram

Akureyri vann sex marka sigur þegar liðin mættust í Safamýri …
Akureyri vann sex marka sigur þegar liðin mættust í Safamýri fyrr í vetur, 23:17, en unnu með sjö mörkum í dag. mbl.is/Golli

Eftir fjóra útileiki í röð á átján dögum fengu Akureyringar loks heimaleik gegn Fram þegar liðin áttust við í Höllinni á Akureyri í 15. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í dag. Síðast þegar liðin mættust í Safamýri var hálft Framliðið á leiðslalistanum en nú hafði dæmið snúist við. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum en handboltinn fremur þunglamalegur. Akureyri leiddi allan tímann og var yfir í hálfleik 13:12.

Í byrjun seinni hálfleiks hrundi leikur Fram og Akureyringar náðu álitlegum markamun í veganesti sem dugði liðinu allt til loka leiksins. Mestur varð munurinn átta mörk og í kjölfarið leystist leikur heimamanna hálfpartinn upp. Framarar söxuðu smám saman á Akureyri og aðeins góð markvarsla Tomasar Olasonar og klaufagangur Framara komu í veg fyrir að leikurinn yrði meira spennandi í lokin. Að lokum skildu sjö mörk. Leiknum lauk 31:24.

Elías Már Halldórsson var markahæstur hjá Akureyringum með átta mörk í sínum síðasta leik, en hann er að yfirgefa liðið eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag. Tomas Olason varði 21 skot í marki Akureyrar, en hjá Fram skoruðu Kristinn Björgúlfsson og Elías Bóasson fimm mörk hvor.

Fyrir leikinn var Fram búið að vinna þrjá leiki í röð en Akureyri tapa tveimur, en sigurinn fleytti Akureyringum upp í fimmta sætið þar sem þeir hafa 15 stig. Fram er með 10 stig í 8. sæti. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Akureyri 31:24 Fram opna loka
60. mín. Halldór Logi Árnason (Akureyri) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert