Mikilvægur sigur Norðmanna

Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM.
Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM. AFP

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann í kvöld góðan sigur á Spánverjum, 29:26, í milliriðli Evrópukeppninnar í Ungverjalandi.

Leikurinn var hnífjafn, staðan 16:16 í hálfleik, en norska liðið komst síðan í 25:21. Spánverjar jöfnuðu í 26:26 þegar sex mínútur voru eftir en Norðmenn gerðu þrjú síðustu mörkin á lokakaflanum.

Danmörk vann Pólland, 28:19, og Ungverjaland sigraði Rúmeníu, 20:19. Norðmenn eru á toppnum með 6 stig eftir þrjár umferðir, Ungverjar og Spánverjar eru með 4 stig, Danir 3, Rúmenar eitt en Pólverjar ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert