Ógnarsterkir andstæðingar

Úr viðureign Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM í Laugardalshöll.
Úr viðureign Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM í Laugardalshöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftir að riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik kvenna lauk í gær skýrðist aðeins sú mynd hvaða liðum íslenska landsliðið í handknattleik getur mætt og hverjum ekki þegar dregið verður í umspilsleiki fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik.

Dregið verður á sunnudaginn eftir viku. Í neðri styrkleikaflokknum verða auk Íslands Austurríki, Tékkland, Slóvenóa, Rússland, Úkraínu, Króatíu og Serbía. Ein þjóð bætist í þennan hóp þegar milliriðlakeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Það verður lið þeirra þjóðar sem nær lökustum árangri í milliriðlakeppninni. Sem stendur standa Pólverjar, Slóvakar og Þjóðverjar verst að vígi þar sem þær fara allar inn í milliriðil án stiga. Of snemmt er þó að fullyrða að einhver þessara þjóða hreppi hlutskipti að hafna í 11. sæti mótsins og verða þar með í neðri styrkleikaflokki. Íslenska landsliðið getur aldrei mætt liði úr neðri styrkleikaflokki.

Þær tók þjóðir sem komust í milliriðlakeppnina eru: Noregur, Spánn, Frakkland, Ungverjaland, Danmörk, Rúmenía, Holland, Svíþjóð, Svartfjallaland, Slóvenía, Pólland og Þýskaland.

Af þessu þjóðum er ljóst að Danir geta ekki orðið andstæðingar Íslands því þeir verða gestgjafar HM eftir á og fara þar af leiðandi ekki í umspil. Eins er hægt að útiloka verðandi Evrópumeistara. Ellefu af ofangreindum þjóðum í efri flokki verða andstæðingar Íslands í umspilinu í júní. Myndin mun skýrast betur á miðvikudagskvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert