Löwen og Kiel juku forskotið á toppnum

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á toppnum með Rhein-Neckar Löwen en …
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á toppnum með Rhein-Neckar Löwen en eiga leik til góða. AFP

Rhein-Neckar Löwen vann í dag stórsigur á Füchse Berlín, 30:20, í þýsku höfuðborginni og er því áfram jafnt Kiel að stigum á toppi 1. deildarinnar í handknattleik en Kiel vann á sama tíma Hannover-Burgdorf, 34:25.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson eitt en danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin fór á kostum í marki liðsins. 

Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel í dag og Rúnar Kárason eitt fyrir Burgdorf en Ólafur Guðmundsson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, var ekki með.

Löwen og Kiel eru bæði með 32 stig en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel hafa leikið 18 leiki og eiga leik til góða. Liðin juku forskot sitt á toppnum því Flensburg, sem er í 3. sæti með 27 stig, gerði jafntefli við Wetzlar á útivelli, 22:22. Flensburg á þó leik til góða á Kiel og tvo leiki á Löwen. Füchse Berlín, undir stjórn Dags Sigurðssonar, er í 8. sæti með 18 stig.

Magdeburg, undir stjórn Geirs Sveinssonar, er áfram í 4. sæti deildarinnar en liðið vann Minden með sex marka mun, 28:22. Magdeburg er 7 stigum á eftir toppliðunum tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert