Bjarni: Komum hingað til að vinna

„Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur gegn sterku liði Aftureldingar sem hefur góðan stuðning á heimavelli. Við komum virkilega vel einbeittir til leiks og héldu okkar striki til enda,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR eftir að liðið vann öruggan sigur á Aftureldingu, 31:26, í Olís-deild karla í handknattleik í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld.

„Hugfarið var skýrt, menn voru komnir hingað til að vinna. Það var alveg ljóst hvort sem um var að ræða varnarleik eða sóknarleik. Það var ekkert hik, menn voru 100% með hugann við leikinn," sagði Bjarni sem gat ekki leikið með í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í leik við FH á dögunum.

Nánar er rætt við Bjarna á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert