Enginn án landsleiks í 28 manna HM hóp

Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson velta vöngum. Þeir eftir að …
Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson velta vöngum. Þeir eftir að gera mikið af því á næstu vikum með undirbúningur fyrir HM stendur yfir og eins eftir að flautað verður til leiks í Katar 16. janúar. mbl.is/Eva Björk

Fjórir markverðir eru í 28 manna landsliðshópi Arons Kristjánssonar sem hann hefur valið fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem hefst eftir mánuð í Katar en frestur til þess að senda inn nafnalista  leikmanna landsliðsins til mótshaldara rennur út í dag.

Enginn nýliði er í hópnum en Guðmundur Árni Ólafsson hornamaður Mors-Thy í Danmörku á fæsta landsleiki að baki, einn. Þá vekur athygli að Ólafur Gústafsson, leikmaður Aalborg Håndbold er ekki í hópnum, en hann hefur lengi glímt við meiðsli.

Úr neðangreindum 28 manna hóp mun Aron velja þá leikmenn sem taka þátt í HM. Hann má ekki fara út fyrir þennan hóp í valinu sínu. Reikna má með að tilkynnt verði um æfingahóp landsliðsins á næstu viku sem kemur saman til æfinga strax í upphafi nýs árs. 

Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer
Daníel Freyr Andrésson, SönderjyskE
Sveinbjörn Pétursson, EHV Aue

Aðrir leikmenn:
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy
Vignir Svavarsson, Midtjylland
Kári Kristján Kristjánsson, Val
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Arnór Atlason, Saint Raphael
Þórir Ólafsson, Stjörnunni
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Snorri Steinn Guðjónsson, Sélestat
Ólafur Andrés Guðmundsson, Hannover-Burgdorf
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
Róbert Gunnarsson, PSG
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen
Stefan Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Már Konráðsson, Ricoh
Bjarki Már Elísson, Eisenach
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Gunnar Steinn Jónsson, Gummersbach
Atli Ævar Ingólfsson, Guif
Róbert Aron Hostert, Mors-Thy
Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR

Það vekur athygli þegar rennt er yfir lista starfsmanna landsliðsins sem reiknað er með að fari með til Katar þá er nafn Erlings Richardssonar ekki að finna. Hann hefur verið aðstoðarmaður Arons, landsliðsþjálfara, síðustu tvö árin. Erlingur sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu vikur að litlar líkur væri á að hann færi með til Katar þar sem hann verður störfum hlaðinn við þjálfun félagsliðs sín, Westwien í Austurríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert