Ósætti við aðferð Akureyrar

Kristján Örn Kristjánsson í leiknum gegn Akureyri.
Kristján Örn Kristjánsson í leiknum gegn Akureyri. mbl.is/Ómar

„Það er alveg fótur fyrir þessu en hvort við höfum gert eitthvað af okkur erum við ekki sammála um,“ sagði Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags, þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við kæru handknattleiksdeildar Fjölnis. Grafarvogsbúar saka Akureyringa um að hafa rætt ólöglega við Kristján Örn Kristjánsson, 16 ára gamlan leikmann sinn, eftir bikarleik liðanna á dögunum og hafa lagt fram kæru þess efnis, en Akureyringar eru á höttunum eftir örvhentum leikmanni þar sem Elías Már Halldórsson hefur rift samningi sínum við félagið og spilar sinn síðasta leik á fimmtudag.

„Mér finnst óeðlilegt að það megi ekki hlera hvernig mönnum líður og gengur í vinnunni án þess að allt verði brjálað. Á meðan mega þýsk lið bjóða mönnum gull og græna skóga, en HSÍ hreyfir sig ekkert vegna þess,“ sagði Hlynur, og vitnar til þess að þýska 1. deildar liðið Lemgo hafði samband við Sverre Jakobsson á dögunum og bauð honum samning.

Rætt er við báða aðila í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert