Þórir og norsku konurnar í undanúrslit

Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson mbl.is/Golli

Þórir Hergeirsson og norsku landsliðskonurnar eru örugg um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu. Liðið vann rétt í þessu Pólland 26:24 í öðrum leik sínum í milliriðlinum.

Noregur er í efsta sæti í milliriðli I en á eftir að mæta heimaliðinu, Ungverjalandi. Norska liðið er öruggt áfram í undanúrslit keppninnar þegar ein umferð er eftir af milliriðlinum.

Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld og þá skýrist betur hvaða lið eiga möguleika á því að fylgja Noregi í undanúrslitin. 

Noregur hefur 8 stig, Ungverjaland og Spánn 4 stig en Danmörk og Rúmenía 3 stig. Spánn og Rúmenía hafa leikið jafn marga leiki og Noregur en Ungverjaland og Danmörk eiga leikinn í kvöld til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert