Veikindi slá Þóri ekki út af laginu

Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM. Hann gat …
Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM. Hann gat ekki sagt þeim til á æfingu í gær vegna veikinda. AFP

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna, lá veikur í rúminu í gærkvöldi með hita og sleppti síðustu æfingu norska landsliðsins fyrir leikinn við Pólverja. Þórir er hressari í dag og mun standa sína vakt á hliðarlínunni með norska landsliðinu í leiknum í dag. 

Þórir var með hita í gærkvöldi eftir því sem norskir fjölmiðlar hafa eftir lækni landsliðsins í dag. „Þórir heldur sínu striki og sýrir liðinu í dag. Það er engin ástæða til þess að honum verði haldið í einangrun enda ekki líkur á að smiti leikmenn sína,"  segir Nils Ivar Leraand, læknir. 

Norska landsliðið hefur leikið vel í keppninni. Það hefur unnið alla fjóra leiki sína og tryggir sér sæti í undanúrslitum EM ef það vinnu pólska landsliðið í dag. Pólverjar eru án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert