Mörk sá um að skora mörkin

Heidi Löke og Karoline Dyhre Breivang fagna marki.
Heidi Löke og Karoline Dyhre Breivang fagna marki. AFP

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem leikur undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi og í Króatíu. Varð Noregur þar með fyrst liða til þess að komast í undanúrslitin en ennþá er ein umferð eftir í milliriðli Noregs.

Noregur vann í gær Pólland 26:24 og er í efsta sæti milliriðils I með 8 stig. Norska liðið þurfti að þola mótlæti í leiknum því liðið var um tíma fimm mörkum undir og Pólland hafði yfir 15:11 að loknum fyrri hálfleik.

Hin 23 ára gamla skytta, Nora Mörk, sá um að skora mörkin fyrir Noreg að þessu sinni en þau urðu alls ellefu hjá henni. Þórir hrósaði henni mjög fyrir frammistöðuna að leiknum loknum í samtali við norska fjölmiðla. Hann sagði jafnframt andann í liðinu hafa verið einstaklega góðan í leiknum. Þann anda, og þessa baráttugleði, muni hópurinn reyna að framkalla þegar í undanúrslitin verður komið en þau fara fram í Budapest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert