Hugmynd að tölfræðiforriti fyrir þjálfara

Sigfús Páll Sigfússon vill gera þjálfurum kleyft að vera betur …
Sigfús Páll Sigfússon vill gera þjálfurum kleyft að vera betur upplýstir á meðan á leik stendur. mbl.is/Golli

Handknattleiksþjálfarar nýta sér flestir nýjustu tækni til að greina leiki sem lið þeirra spila út í ystu æsar, eftir að þeim lýkur. Handknattleikskappinn Sigfús Páll Sigfússon er hins vegar með hugmynd að tölfræðiforriti sem gæti nýst til greiningar á meðan á leik stendur.

Sigfús Páll, sem gekk í raðir Wakunaga í Japan í sumar en var áður hjá Fram, hefur skilað af sér meistararitgerð um efnið við Háskóla Íslands. Hann vildi þróa tæki sem gerði mönnum kleyft að greina leiki jafnóðum.

Sigfús tók viðtöl við átta þjálfara í efstu deild karla og kvenna á tímabilinu 2013-2014. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu 35 tölfræðiþætti sem viðmælendur og rannsakandi töldu mikilvæga. Þar af voru 13 sóknarþættir, 8 varnar-, 5 markmanns- og 9 aðrir þættir. Á meðal þátta sem komu Sigfúsi Páli á óvart voru þættir eins og sóknarnýting, fjöldi sókna, árangur miðað við liðsskipan og markvarsla miðað við liðsskipan.

Í lýsingu verkefnisins segir að Sigfús Páll telji vöntun á forriti sem geti upplýst þjálfara um þessa tölfræðiþætti með myndrænum og lýsandi hætti.

Lesa má frekar um verkefnið með því að smella HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert