Ágúst með sigurmark Aftureldingar

Mosfellingar fögnuðu sigri í Hafnarfirði í kvöld.
Mosfellingar fögnuðu sigri í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haukar og Afturelding mættust í 16. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olís-deildarinnar, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Ágúst Birgisson skoraði sigurmark Aftureldingar þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding sigraði 23:22 en Haukar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik 12:9.

Það verður að teljast nokkuð magnað að Mosfellingum hafi tekist að landa sigri því þeirra reynslumesti maður, Jóhann Gunnar Einarsson, fékk brottvísun þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá voru Haukar með boltann og staðan var jöfn. Sóknir Hauka nýttust hins vegar ekki á lokamínútunum en Mosfellingar náðu að skora úr sinni síðustu sókn. Var heppnisstimpill yfir því þar sem Ágúst fékk boltann beint í hendurnar á línunni eftir að Morkunas varði skot. 

Davíð Svansson var besti maður Aftureldingar í leiknum og fór vel á því að hann varði skot á síðustu sekúndunni frá Haukum. Þröstur Þráinsson var sprækastur í liði Hauka og skoraði 6 mörk. 

Heimir Óli Heimisson úr Haukum og Böðvar Páll Ásgeirsson úr …
Heimir Óli Heimisson úr Haukum og Böðvar Páll Ásgeirsson úr Aftureldingu. mbl.is/Ómar
Haukar 22:23 Afturelding opna loka
60. mín. Giedrius Morkunas (Haukar) varði skot Afturelding fær frákastið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert