Þriggja marka sigur FH-inga í Krikanum

Ísak Rafnsson FH-ingur skýtur að marki Akureyrar í leiknum í …
Ísak Rafnsson FH-ingur skýtur að marki Akureyrar í leiknum í kvöld. mbl.is/Eva Björk

FH-ingar höfðu betur gegn vængbrotnu liði Akureyringa, 26:23, þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld.

Akureyringar, sem komu keyrandi í bæinn, voru sprækir í fyrri hálfleik og náðu mest fimm marka forskoti, 13:8. FH-ingar söxuðu á forskotið á lokamínútum fyrrri hálfleiks og eftir fyrri hálfleikinn var staðan, 14:13, gestunum í vil.

FH-ingar héldu svo áfram þar sem frá var horfið og tóku fljótlega völdin í seinni hálfleik. Akureyringar, sem hafa átt í miklu basli vegna vegna meiðsla margra leikmanna, gáfust þó aldrei upp og náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn með góðum leikafla undir lokin en FH-ingar héldu fengnum hlut og fögnuðu sigri.

Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 7, Magnús Óli Magnússon 5, Benedikt Reynir Kristinsson 4, Andri Berg Haraldsson 4/2, Ísak Rafnsson 2, Andri Hrafn Hallsson 2, Daníel Matthíasson 1, Hynur Bjarnason 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 17/2.
Mörk Akureyrar: Sigþór Heimisson 9, Kristján Orri Jóhannsson 6/1, Heimir Örn Árnason 3/2, Elías Már Halldórsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Þrándur Gíslason 1, Halldór Logi Árnason 1.
Varin skot: Tomas Olason 17.

FH 26:23 Akureyri opna loka
60. mín. Magnús Óli Magnússon (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert