Eyjamenn léku toppliðið grátt

Agnar Smári Jónsson, ÍBV, og Atli Már Báruson, Val, í …
Agnar Smári Jónsson, ÍBV, og Atli Már Báruson, Val, í hörðum slag. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV og Valur áttust við í Vestmannaeyjum í kvöld í síðustu umferðinni fyrir langt hlé. Það sást strax í byrjun að Íslandsmeistararnir ætluðu að selja sig dýrt gegn efsta liði Olís-deildarinnar. Með fullt hús og Hvítu riddarana í banastuði unnu Eyjamenn öruggan sigur á Val, 26:19.

Stemmingin í húsinu minnti mann á úrslitakeppnina í vor þegar ÍBV varð Íslandsmeistari svo eftirminnilega.

Eyjamenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu í hálfleik 13:10. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiksins, og voru komnir með 7 marka forustu eftir 5 mínútna leik í seinni hálfleik. Þessa forustu létu Íslandsmeistararnir aldrei af hendi og unnu eins og fyrr segir 7 marka sigur 26:19.

Markahæstir í liði Eyjamanna voru Einar Sverrisson og Andri Heimir Friðriksson en þeir skoruðu 5 mörk hvor. Hjá Valsmönnum var það Kári Kristján sem var markahæstur en hann skoraði líka 5 mörk.

ÍBV 26:19 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna öruggan sigur 26-19
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert