Of mikill meðalleikur

„Mér fannst við eiga að fá eitthvað út úr þessum leik," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar eftir að lið hans tapaði með eins marks mun, 25:24, fyrir Fram í Olísdeild karla í handknattleik i Framhúsinu í kvöld. 

„Ég er alls ekki sáttur," sagði Skúli ennfremur og taldi alltof mikla sveiflur hafa verið í leik sinna manna. „Við stóðum ekki vörnina nógu vel í síðari hálfleik, féllum í pirring. Þetta var of mikill meðalleikur af okkar hálfu, því miður þar sem við vorum í nokkurskonar úrslitaleik við Fram," sagði Skúli en liðin voru jöfn að stigum, með 10 stig hvor í áttunda og níunda sæti fyrir leikinn í kvöld. 

„Fram skoraði ótrúlegt mark í lokin áður en við fengum lokasóknina sem gekk ekki upp. Þetta spenna og ágætur leikur fyrir þá sem halda með engum.

Skúli segir að hann og leikmenn verði að nýta tímann fram að næsta leik sem fram fer í febrúar byrjun þegar þráðurinn verður tekinn upp á nýjan leik í Olísdeildinni. 

Nánar er rætt við Skúla á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert