Abidal leggur skóna á hilluna

Eric Abidal.
Eric Abidal. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Eric Abidal tilkynnti í dag að hann sé hættur í fótbolta og möguleiki sé á að hann fari aftur til Barcelona og verði þá í hlutverki þjálfara.

Abidal er 35 ára gamall sem á að baki 67 leiki með franska landsliðinu. Hann var síðast á mála hjá gríska liðinu Olympiakos og hefur spilað 14 leiki með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

„Núna ætla ég að hvíla mig og njóta tímans með fjölskyldunni og ég mun síðan taka ákvörðun hvað framtíðina varðar,“ sagði Abidal.

Abidal lék með Barcelona frá 2007 til 2013. Þaðan lá leið hans til Monaco og svo loks til Olympiakos. Hann gekkst undir lifraskiptaaðgerð árið 2012 en nokkrum mánuðum áður hafði æxli verið fjarlægt úr lifrinni.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert