Þórir með Noreg í úrslitaleikinn

Þórir Hergeirsson klappar fyrir sínu liði á Evrópumótinu.
Þórir Hergeirsson klappar fyrir sínu liði á Evrópumótinu. AFP

Norska kvennalandsliðið í handknattleik leikur til úrslita á Evrópumótinu í sjöunda skiptið í röð eftir að hafa lagt Svíþjóð að velli í Búdapest, 29:25.

Noregur mætir Spáni í úrslitaleik á sunnudaginn en Svíþjóð mætir Svartfjallalandi í leik um 3. sætið. Svartfellingar eru fráfarandi meistarar eftir sigur á Noregi fyrir tveimur árum.

Noregur náði frumkvæðinu snemma leiks í dag og komst í 9:4 en Svíar náðu að svara fyrir sig og minnka muninn í 13:11 fyrir hálfleik. Noregur náði svo 4-5 marka forskoti þegar leið á seinni hálfleikinn og hélt því til loka.

Heidi Löke var markahæst Noregs með 6 mörk og Nora Mörk skoraði 5. Hjá Svíþjóð var Isabelle Gulldén markahæst með 9 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert