Viggó með 14 í sigri á Fjölni - Víkingar unnu

Viggó Kristjánsson brýtur sér leið í gegnum vörn Fjölnis.
Viggó Kristjánsson brýtur sér leið í gegnum vörn Fjölnis. mbl.is/Golli

Viggó Kristjánsson átti enn einn stórleikinn fyrir Gróttu í kvöld þegar liðið vann Fjölni í Grafarvogi, 33:28, í 1. deild karla í handknattleik.

Fjölnismenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

Viggó skoraði 14 mörk og var markahæstur en hann hefur skorað 9 mörk að meðaltali í leik í vetur. Hinn tæplega 17 ára gamli Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur Fjölnis með 9 mörk.

Á Selfossi vann Víkingur sigur á Mílunni, 31:26. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur með 9 mörk fyrir Víking en hjá Mílunni skoraði Atli Kristinsson flest eða 10 talsins. Víkingur er því enn þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert