Fyrirliði unglingalandsliðsins til Noregs

Hlynur Bjarnason í leik með FH gegn Fram í vetur.
Hlynur Bjarnason í leik með FH gegn Fram í vetur. mbl.is/Styrmir Kári

Hlynur Bjarnason, fyrirliði U-19 ára landsliðsins í handknattleik, er á leið til Noregs þar sem hann mun dvelja hjá norska liðinu Elverum samkvæmt netmiðlinum Fimmeinn.is.

Hlynur er 18 ára gamall leikstjórnandi og hefur komið við sögu hjá FH í Olís-deildinni í vetur.

Í frétt Fimmeinn kemur fram að Hlynur muni spila með varaliði Elverum eftir áramót og æfa með aðalliði félagsins. Liðið er í fjórða sæti norsku deildarinnar. 

Ekki kemur hins vegar fram hvort Hlynur sé að flytjast búferlum til Noregs eða sé einungis að kanna aðstæður hjá félaginu eins og efnilegir leikmenn fá stundum boð um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert