Bjarki heldur áfram að skora

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Ómar

Bjarki Már Elísson hélt áfram að raða inn mörkunum fyrir Eisenach í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Bjarki skoraði 7 mörk í sigri gegn Empor Rostock, 35:28, og hann hefur þar með skorað 128 mörk í deildinni á tímabilinu.

Hannes Jón Jónsson skoraði 2 mörk í leiknum en Eisenach er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 20 umferðir.

Sigtryggur Rúnarsson skoraði 4 mörk fyrir Aue og þeir Bjarki Már Gunnarsson og Hörður Fannar Sigþórsson 2 mörk hvor í sigri liðsins gegn Hüttenberg, 33:29. Aue er í 10. sætinu með 22 stig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson er byrjaður að spila með Emsdetten á nýjan leik eftir margra mánaða fjarveru og hann skoraði 2 mörk í tapi liðsins gegn ASV Hamm, 31:23. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 3 mörk fyrir Emsdetten, Anton Rúnarsson 2 og Oddur Gretarsson 1. Emsdetten er í 13. sæti með 17 stig.

Fannar Friðgeirsson skoraði 4 af mörkum Grosswallstadt í sigri gegn Baunatal, 30:22. Grosswallstadt er í 6. sæti með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert