Aron og lærisveinar með stórsigur

Aron Kristjánsson er að standa sig vel í Danmörku.
Aron Kristjánsson er að standa sig vel í Danmörku. mbl.is/Eva Björk

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska handknattleiksliðinu KIF Kolding eru með sex stiga forskot í dönsku úrvalsdeildinni eftir öruggan sigur á liði Lemvig í dag, 38:26.

Kim Andersson var markahæstur hjá Kolding með sjö mörk, en liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 15:13. Í síðari hálfleik kom styrkleikamunurinn hins vegar í ljós og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum.

Kolding er í toppsæti deildarinnar, hefur einungis tapað einum leik eftir nítján umferðir og hefur 35 stig. Lið Álaborgar, sem Ólafur Gústafsson leikur með, er í öðru sæti með 29 stig eftir sigur á liði Árósa, 29:24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert